Undanúrslit Maltbikars kvenna í dag kl. 17:00 Haukar – Keflavík

Copy of bikar1 (1)Hið unga lið Hauka mun spila í undanúrslitum í Höllinni í dag kl. 17:00 á móti liði Keflavíkur og hvetjum við allt Haukafólk til að mæta í Höllina og hvetja stelpurnar áfram, því til mikils er að vinna, úrslitaleikur á laugardaginn.

Lið Hauka hefur verið vaxandi í allan vetur og afa verið að spila nokkuð vel eftir áramót. Nú reynir á liðið og því þurfa þær að mæta ákveðnar til leiks og vera áræðnar í sókn og vörn. Liðið má ekki tapa mörgum boltum því lið Keflvíkinga er gríðarlega fljótt fram og refsar grimmilega fyrir mistök.

Við viljum minna á að hægt er að kaupa miða á leikinn í afgreiðslunni í Schenkerhöllinni til kl. 15:00.

Áfram Haukar.