Tvíhöfði í kvöld í Schenkerhöllinni

Það verður mikið fjör í Schenkerhöllinni í kvöld, sunnudaginn 7. jan., er bæði mfl. kk og kv. munu spila gríðarlega mikilvæga leiki í Dominos deildunum.

Fyrri leikurinn byrjar kl. 17:45 er Stjarnan kemur í heimsókn og mætir mfl. kv. í Haukum. Haukar geta með sigri komist aftur upp í  annað sætið í deildinni en Stjarnan getur jafnframt komist fyrir ofan lið Hauka með sigri og því er leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.

Seinni leikurinn byrjar kl. 20:00 er Grindavík mætir topplið Dominos deildar karla, Haukum. Haukar hafa unnið 8 leiki í röð í deild og bikar og hafa verið að spila gríðarlega skemmtilegan liðsbolta bæði í vörn og sókn. Grindvíkingar hafa styrkst töluvert um jólin og bæði lið unnu auðvelda sigra í síðustu umferð sem leikinn var á föstudaginn, Haukar á móti Þór Ak. og Grindvíkingar á móti Þór frá Þorlákshöfn.

Það má búast við gríðarlega skemmtilegum leikjum í kvöld og því hvetjum við allt Haukafólk til að mæta snemma en það verða seldir grillaðir hamborgarar á milli leikja.

Við viljum einnig benda fólki á að það verða seldir miðar á undanúrslitaleik Hauka við Tindastól í Maltbikarnum sem leikinn verður nk. miðvikudag á leikjunum.

Áfram Haukar.