Stórleikur í Schenkerhöllinni í kvöld

Það verður boðið upp á stórleik í kvöld, mánudagskvöld, í Schenkerhöllinni þegar að meistaraflokkur Hauka í handbolta fær Selfoss í heimsókn kl. 19:30. Fyrir leikinn eru liðin í 1. og 3. sæti með 12 og 10 stig það er því mikið um að keppa í leiknum en með sigri geta Haukar náð toppsætinu. Liðin hafa átt marga hörkuleikina undanfarin ár og má ekki við örðu búast í kvöld. Það er því nánast skyldumæting fyrir allt Haukafólk í Schnkerhöllina í kvöld kl. 19:30 í rauðu en fyrir þá sem eru Haukur í Horni þá verður boðið upp á uppákomu í betri stofunni fyrir, í hálfleik og eftir leik. Fjölmennum og áfram Haukar!