Stórleikur í Schenkerhöllinni í kvöld, föstudaginn 9. nóv. Haukar – Skallagrímur kl. 18:30

Í kvöld, föstudaginn 9. nóvember munu Haukar etja kappi við Skallagrím í Dominos deild karla og hefst leikurinn kl. 18:30. ATH kl. 18:30.

Báðum liðum er spáð baráttu um að komast í úrslitakeppni og hafa bæði unnið 2 leiki og tapað 3. Ljóst er að um gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið. Haukar lágu í síðasta leik á móti Njarðvík á útivelli en spiluðu heilt yfir mjög vel þar sem baráttan var til fyrirmyndar. Ljóst er að strákarnir þurfa að mæta með sömu orku í kvöld og leggja allt í sölurnar.

Við hvetjum allt Haukafólk til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana í baráttunni.

Boðið verður uppá hamborgara fyrir leik og því hvetjum við fólk til að mæta snemma og mæta með fjölskylduna.

Áfram Haukar