Stjarnan – Haukar kl. 19:30 í Maltbikarnum

Hörku leikur verður í kvöld, mánudag, er Haukar fara í heimsókna til Stjörnunnar og munu etja kappi við heimamenn í 32 liða úrslitum Maltbikars karla.

Bæði lið hafa verið að styrkjast núna á síðustu dögum, en eins og flestir vita, þá koma Kári Jónsson aftur heim og nýr erlendur leikmaður er að spila sinn annan leik fyrir félagið. Stjarnan styrkti sig líka um helgina en þá fengu þeir þekkta stærð er Stefan Bonneau samdi um að spila með liðinu. Stjarnan mun því vera með tvo erlenda leikmenn.

Haukarnir spiluðu síðast á útivelli á móti Grindavík og tapaðist sá leikur, en hann var jafn og spennandi allan leikinn og spilaði Haukaliðið ágætlega og voru miklar framfarir í liðinu frá fyrsta leik. Stjarnan sigraði Íslandsmeistara KR á heimavelli og munu koma fullir sjálfstraust í leikinn.

Nú þurfa strákarnir stuðning og því hvetjum við allt Haukafólk til að mæta í stúkuna til að hvetja strákana áfram í bikarnum.