Síðasti heimaleikur ársins í Olísdeild karla

Þá er komið að síðasta heimaleik ársins. Það hefur ekki gengið sem skildi í síðustu leikjum en strákarnir eru staðráðnir í að enda árið á góðum nótum á sunnudag þegar að KA kemur í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 16.30. Allt Haukafólk er hvatt til að taka sér smá frí frá jólaundirbúningnum og skella sér á flottan handboltaleik en settar verða upp handboltastöðvar fyrir yngri kynslóðina í hálfleik. Það er því um að gera að klára handboltaárið á góðu nótunum og fjölmenna í Schenkerhöllina í rauðu. Áfram Haukar!