Olísdeildin fer af stað

Olísdeildin hjá meistaraflokki karla í handbolta fer af stað á miðvikudaginn og fer hún af stað með BOMBU þegar að FH kemur í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19:30. Það má því með sanni segja að deildin byrji á besta mögulega hátt því að þessi lið hafa marga spennuleikina háð undanfarin ár og ekki er von á öðru en að sú verður raunin á miðvikudaginn. Það er því skyldumæting í Schenkerhöllina kl. 19:30 í rauðu miðvikudaginn 12. september. Áfram Haukar!