Nýr leikmaður til kvennaliðs Hauka í Dominos deildinni

20170724_173339855_iOSFanney Ragnarsdóttir er nýr leikmaður meistaraflokksliðs Hauka í Dominos deild kvenna. Fanney kemur úr Fjölni þar sem hún var einn aðal leikmaður og skoraði 10,4 stig að meðaltali í leik. Fanney er kraftmikill leikmaður og bætist þar við hið unga og efnilega lið Hauka
Fanney skrifaði undir tveggja ára samning og binda Haukar miklar vonir við hana.

Auk þess er Helena Sverris byrjuð aftur eftir barnsburð og hefur æft vel og er tilbúinn í slaginn. Einnig er verið að ljúka við ráðningu erlends leikmanns og munu nánari fréttir verða birtar um það fljótlega.

það má því búast við Hauka liðinu gríðarlega sterku á næsta ári.