Meistaraflokkur kvenna fær liðsstyrk fyrir Pepsí

Knattspyrnudeild Hauka hefur hlotið góðan liðsstyrk þar sem Eva María Jónsdóttir og Theodóra Dís Jónsdóttir hafa gengið til liðs við meistaraflokk kvenna. Báðar koma þær á láni til Hauka.

Eva María sem er sóknarmaður er á 18. aldursári og er uppalin í Val en hún lék  12 leiki með KH í 1. deildinni og Borgunarbikarnum í fyrra og skoraði hún tvö mörk. Þá á hún að baki fjóra leiki með U17 landsliðinu og einn leik með U19.

Theodóra Dís er bakvörður og er á 21. aldursári og er uppalin í Stjörnunni en hún á að baki 29 leiki í meistaraflokki með Stjörnunni og Álftanesi, í Pepsí deild og 1. deild, og hefur skorað þrjú mörk.

Haukar bjóða þær Evu Maríu og Theodóru Dís innilega velkomnar til félagsins.

IMG_1213