Janus Daði fer til Álaborgar í sumar

Janus Daði Smárason hefur skrifað undir þriggja ára samaning við danska stórliðið Álaborg. Þar hittir hann fyrir Haukamennina Aron Kristjánsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Jafnframt leikur Arnór Atlason með liðunu. Samningurinn við Álaborg tekur gildi 1.júlí 2017.

Frá því að Janus Daði kom í Hauka hefur hann alltaf stefnt að því að komast í A-landslið karla og fara út sem atvinnumaður í gott lið. Það er því mikið gleðiefni að Janus Daði hafi fengið þetta tækifæri og við Haukamenn erum sannfærðir um að hann eigi eftir að vaxa með þeim verkefnum sem hann tekur að sér.

janus daði