Íþróttaleikskólinn hefst 10.júlí

Í næstu viku byrjar íþóttaleiksskólinn sem er námskeið fyrir börn fædd 2011-2014. Námskeiðið fer fram í íþróttasal Hauka, þar sem allskonar stöðvum og leikjum er komið upp fyrir börnin. Foreldrum er velkomið að vera með börnum sínum eða skilja þau eftir.

Námskeiðið byrjar klukkan 9:00 en það er gæsla frá klukkan 8:00-9:00
Það er borðað nesti klukkan 10:15
Námskeiðinu lýkur klukkan 12:00

Skráning fer fram á mínum síðum á hafnarfjordur.is eða hér á Ásvöllum alla virka morgna, heil vika kostar 6000kr, (erum með posa á staðnum).

Fjölgreina og fótboltanámskeiðið heldur áfram frá 9:00-12:00 fyrir börn fædd (2005-2010) fer fram í veislusalnum á Ásvöllum.
Námskeiðið æft eins og atvinnumaður heldur einnig áfram eins og það hefur verið frá 9:30-13:30.
Ef það vakna einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur póst eða hringja.
Sími: 7889200
Email: iris@haukar.is
https://www.facebook.com/Ibrottaskolihauka