Hvatningarverðlaun 2018

Foreldraráð Hafnarfjarðar veitti í gær hvatningarverðlaun 2018. Það var afar ánægjulegt að þrjár tilnefningar voru vegna starfa einstaklinga að verkefnum hér hjá Haukum. Íris Óskarsdóttir, forstöðumaður Haukasels og hennar fólk fékk viðurkenningu fyrir að hafa stuðlað að auknu foreldrasamstarfi milli heimilis og skóla og unnið óeigingjarnt starf í þágu grunnskólabarna. Þá var Kristinn Jónasson, þjálfari yngsta flokks stelpna í körfu, tilnefndur á sama hátt sem og Jörgen Freyr Ólafsson, þjálfari 7. flokks kvenna í handbolta. Við óskum þessum ágætu einstaklingum og þeirra samstarfsfólki innilega til hamingju með tilnefningarnar. Á myndinni má sjá Írisi með starfsfólki Haukasels og glöðum hópi krakkanna í Haukaseli.