HK kemur í heimsókn í Olísdeild kvenna

Það er stutt á milli leikja þessa daganna hjá stelpunum í meistaraflokki kvenna en í kvöld kemur HK í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19:30. Þetta er í annað sinn á fáum dögum sem að liðin mætast en á dögunum unnu Haukastelpur leik liðanna í Coca-Cola bikarnum. Liðin eru í harðri baráttu í deildinni og skiptir hvert stig máli í svona jafnri deild og eru stelpurnar staðráðnar að halda sigurgöngunni áfram og næla sér í 2 stig til viðbótar. Stelpurnar hafa verið að spila vel upp á síðkastið og eiga sannarlega skilið stuðning Haukafólks og er fólk hvatt til að mæta í Schenkerhöllina kl. 19.30 í kvöld. Áfram Haukar!