Hildigunnur endurnýjar samning við knattspyrnudeild Hauka

Hildigunnur Ólafsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Hauka og gildir nýr samningur til 31. desember 2019.

Hildigunnur er 24 ára gömul og á að baki 83 leiki með meistaraflokki kvenna og hefur skorað 29 mörk. Hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2012 og er ein af reynslumeiri leikmönnum liðsins.

„Hildigunnur hefur verið meðal markahæstu leikmanna Hauka undanfarin ár og það eru mikil gleðitíðindi að hún skuli framlengja samning sinn við félagið. Hildigunnur er öflugur sóknarmaður og mikilvægur hlekkur í sóknarleik okkar. Hún veit nákvæmlega hvar netmöskvar andstæðingana eru, ásamt því að hafa góðan leikskilning. Auk þess er Hildigunnur mikilvægur hluti af hópnum og góð fyrirmynd,“ segir Jakob Leó Bjarnason, þjálfari meistaraflokks kvenna.

Hildigunnur ásamt þjálfarateymi Hauka, þeim Jakobi Leó og Guðrúnu Jónu, eftir undirskrift í gærkvöldi.