Haukastelpur geta tryggt sér deildarmeistaratitil í kvöld með sigri.

Kvennalið Hauka fer í heimsókn á Hlíðarenda og heimsækir Val í 25 umferð Dominos deildar kvenna.

Haukar sitja á toppnum með 19 sigra og 5 töp en Valstúlkur eru í öðru sætinu með 17 sigra og 7 töp og einungis  fjórar umferðir eftir.

Haukarnir hafa unnið síðustu 13 leiki í deildinn og eru á ótrúlegri sigurgöngu. Liðsheildin hefur verið frábær þó svo að Helena og Whitney séu í lykilhlutverki, þá hafa aðrar verið að spila gríðarlega vel í vörn og sókn.

Við hvetjum allt Haukafólk til að gera sér ferð á Hlíðarenda og hvetja stelpurnar til sigurs í leiknum og jafnframt að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

Það væri frábær árangur hjá deildinni og félaginu ef báðir mfl. félagsins væru deildarmeistarar í Dominos deildunum.