Haukar – Tindastóll í Dominos deild karla í kvöld kl. 19:15

Haukar munu etja kappi við Tindastól í kvöld, fimmtudaginn 17. jan. kl. 19:15 í Schenkerhöllinni.

Viðureignir þessara liða hafa alltaf verið gríðarlega skemmtilegar og hafa þessi tvö lið háð harða baráttu síðustu ár og má búast við því sama í kvöld.

Haukaliðið hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit í síðustu leikju og hefur því dregist niður töfluna og eru allir leikir því griðarlega mikilvægir og þurfa strákarnir sigur í þessum leik til að koma sér á rétta braut.

Strákarnir þurfa stuðning og því hvetjum við Haukafólk til að fjölmenna í Schenkerhöllina og hvetja strákana til sigurs.