Haukar – Keflavík í Dominos deild kvenna, miðvikudaginn 30. nóvember kl. 19:15

dyrfinnaHaukar munu frumsýna nýjan erlendan leikmann í fyrsta leiknum eftir landsleikjahlé er Keflvíkingar koma í heimsókn í Schenkerhöllina á miðvikudaginn kl. 19:15.

Kelia Shelton er orðin lögleg með liðinu en auk þess hefur Þóra Jónsdóttir verið að ná sér af meiðslum og mun leika sinn fyrsta leik á þessu tímabilinu. það er því mikil eftirvænting innan liðsins og hjá stuðningsmönnum, fyrir leiknum og verður gaman að fylgjast með hvernig þessir tveir leikmenn koma inn í liðið.

Stelpurnar hafa verið að spila mjög vel í vetur eftir miklar hrakspár.  Hauka liðið situr í 6 sæti með 50% vinningshlutfall og má því búast við liðinu enn sterkara núna eftir hléið.

Bæði lið eru skipuð ungum og efnilegum leikmönnum og hefur Keflavíkurliðið verið að spila gríðarlega vel og því er ljóst að Haukarnir þurfa að spila vel til að geta náð í sigur.

Áfram Haukar.