Haukar eiga leik gegn Njarðvík suður með sjó

 

Ljósm.: Hafliði Breiðfjörð, Fotbolti.net

Meistaraflokkur karla sækir nýliða Njarðvíkur heim í fimmtu umferð Inkassodeildarinnar á morgun, fimmtudaginn 31. maí.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Njarðvíkurvellinum í Njarðvík.

Njarðvík gerði 2-2 jafntefli við ÍA í síðustu umferð og eru í fimmta sæti deildarinnar með 5 stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Haukar biðu lægri hlut gegn Víking Ólafsvík í síðustu umferð og eru því í 7. sæti með stigi minna en andstæðingar okkar fyrir leikinn á morgun.

Við hvetjum alla Haukamenn nær og fjær að gera sér ferð suður með sjó og hvetja strákana okkar til sigurs.

Áfram Haukar!