Harpa Karen og Hildur Karítas semja við knattspyrnudeild Hauka

Harpa Karen Antonsdóttir og Hildur Karítas Gunnarsdóttir hafa samið við knattspyrnudeild Hauka til tveggja ára.

Að sögn Jakobs Leós Bjarnasonar, þjálfara meistaraflokks kvenna, er um afar góðan liðsstyrk að ræða, enda séu þær báðar mjög efnilegar.

Harpa Karen, sem er á 19. aldursári, kemur til Hauka frá KR en hún er uppalin hjá Val. Hún spilaði fimm leiki með KR í Pepsí deildinni sl. sumar en var talsvert frá vegna meiðsla. Hún á að baki 20 meistaraflokksleiki með KR, Val og KH og skoraði 2 mörk í þeim leikjum. Þá spilaði Harpa níu leiki með U17 landsliði Íslands og skoraði eitt mark.

Hildur Karítas, sem er á 20. aldursári, kemur til Hauka frá Val en hún á að baki 15 leiki með KH árið 2016 og skoraði 3 mörk í þeim leikjum. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá Hildi en þrátt fyrir það spilaði hún 12 leiki með 2. flokki síðastliðið sumar og skoraði 18 mörk í þeim leikjum. Hildur á að baki einn leik með U19 landsliði Íslands.

,,Koma Hörpu og Hildar er stór liður í styrkingu á okkar hópi en það hafa verið þó nokkrar

HJarpa og Hildur við undirskrift samningsins.

breytingar á hópnum frá því síðasta sumar. Harpa er öflugur miðjumaður sem mun bæta ákveðnum eiginleikum við okkar lið. Hún er góður spyrnumaður með auga fyrir spili og kemur með ákveðna ró í leik okkar liðs. Hildur getur leikið sem sóknartengiliður og sem sóknarmaður. Hún er teknísk og góð að koma sér og sínum liðsfélögum í færi. Hún skapar usla í hvert skipti sem hún fær boltann. Við fögnum komu þeirra beggja og vitum að þær eiga eftir að reynast okkur vel,“ segir Jakob Leó Bjarnason þjálfari meistaraflokks kvenna.

Knattspyrnufélagið Haukar býður þær Hörpu og Hildi innilega velkomnar í Hauka fjölskylduna.