Hafnarfjarðarslagur í Grill 66 deildinni

Það verður boðið upp á Hafnarfjarðarslag í Schenkerhöllinni í kvöld þegar að U-lið Hauka fær nágranna sína í FH U í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19.30 og er Haukafólk hvatt til þess að mæta og sjá ungu Haukastrákana spila en þeir eru að gera flotta hluti Grill 66 deildinni og eru þeir í um miðja deild 1 stig frá 2. sæti deildarinnar. Það er því um að gera að fjölmenna og áfram Haukar!