Golfmót Hauka 2018 – úrslit

Golfmóti Hauka 2018 lauk með verðlaunaafhendingu í Golfskálanum  sl. föstudagskvöld.

Mótið þótti takast vel í fallegu haustveðri á mjög góðum Hvaleyrarvelli.

Í fyrsta skipti í 29 ára sögu mótsins hreppti kona öll helstu verðlaun mótsins – Þórdís Geirsdóttir.

Hún hlaut Rauða jakkann  fyrir flesta punkta, Haukabikarinn fyrir  besta skor án forgjafar og Gula boltann, í minningu Ólafs H Ólafssonar, fyrir besta skor í höggleik án forgjafar.

Mót- og veislustjóri var Guðmundur Friðrik Sigurðsson  sem stýrði af festu.