Fullt af Haukafólki í landsliðum Íslands

Það var mikið um að vera hjá ungum Haukakrökkum fyrstu daga ársins en þá voru landsliðsæfingar hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta og áttu Haukar fjölmarga fulltrúa í þeim verkefnum.
Í U-15 ára landsliði kvenna áttu Haukar 7 fulltrúa en þar æfðu þær Agnes Ósk Viðarsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Hekla Ylfa Einarsdóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir, Nadía Líf Ágústsdóttir, Sonja Lind Sigsteinsdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir. 
Í U-17 kvenna voru þær Chloe Anna Aronsdóttir og Margrét Björk Castillo.
Í U-19 kvenna voru Alexandra Líf Arnarsdóttir og Berta Rut Harðardóttir.
Í U-15 karla voru þeir Andri Fannar Elísson, Atli Steinn Arnarson og Össur Haraldsson.
Í U-17 karla áttu Haukar 5 fulltrúa en þar æfðu þeir Guðmundur Bragi Ástþórsson, Jakob Aronsson, Kristófer Máni Jónasson, Magnús Gunnar Karlsson og Stefán Alexander Jónsson.
Þeir Andri Scheving, Jason Guðnason og Orri Freyr Þorkelsson æfðu svo með U-21 árs landsliði karla.

Daníel Ingi verður með A-landsliðinu á HM

Einnig fór fram Hæfileikamótun HSÍ milli jóla og nýs árs en þar eru krakkar fædd árið 2005 valin en þar voru þeir Ásgeir Bragi Þórðarson, Birkir Snær Steinsson, Gísli Rúnar Jóhannsson og Hilmir Helgason sem og þær Katrín Ósk Ástþórsdóttir, Telma Líf Sigurjónsdóttir og Vala Björk Jónsdóttir.
Svo hefur A-landslið karla verið að undirbúa sig fyrir HM í Þýskalandi síðustu daga en þar tóku þeir Heimir Óli Heimisson og Daníel Þór Ingason þátt. Síðan var Daníel Þór valinn í 17 manna lokahóp fyrir mótið en þar má einnig finna uppalda Haukamanninn Stefán Rafn Sigurmannsson en hann leikur með MOL-Pick Szeged í Ungverjalandi.