Ásgeir Örn kominn heim

Landsliðsmaðurinn í handbolta Ásgeir Örn Hallgrímsson er kominn heim í Hauka eftir 13 ár í atvinnumennsku. Hann samdi í dag við Hauka um að spila með þeim en hann kemur heim frá Frakkalandi þar sem að hann hefur spilað síðustu 4 ár með Nimes. Þar á undan spilaði hann með PSG Handball þar sem að hann varð fransku meistari sem og bikarmeistari. Einnig hefur hann leikið með GOG og Faaborg HK í Danmörku og í Þýskalandi með Hannover-Burgdorf og Lemgo sem hann fór til frá Haukum árið 2005 en þar vann hann EHF bikarinn árið 2006.

Ásgeir lék með meistarflokki Hauka frá 2000 – 2005 en hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki 16 ára gamall en á þessum árum var Ásgeir 4 sinnum Íslandsmeistari, 2 sinnum bikarmeistari og einnig 4 sinnum deildarmeistari. Ásgeir á að baki yfir 250 landsleiki og hefur hann skorað í þeim yfir 450 mörk en með landsliðinu á hann silfur á Ólympíuleikunum árið 2008 og brons á EM árið 2010.

Það má því með sanni segja að einn af dáðustu sonum Hauka sé að snúa heim sem hann verður einn af fjölmörgum uppöldum Haukamönnum sem skipa lið Hauka á næsta tímabili. Ásgeir á því eftir að veita ungu Haukastrákunum í liðnu dýrmæta reynslu sem og að vera einn af lykilmönnum liðsins. Það verður því spennandi að fylgjast með Ásgeiri og hinum strákunum á komandi tímabili.