Stórleikir framundan í handboltanum

9. Leonharð Þorgeir

9. Leonharð Þorgeir

Haukar og ÍR mætast í toppslag Olís deildar karla á Ásvöllum á föstudagskvöld kl. 19.30.
Þetta verður án efa baráttuleikur, en bæði lið hafa byrjað mótið með miklum krafti.
Það hefur verið góð stemning á föstudagsleikum og tilvalið að mæta tímanlega og fá sér eitthvað í gogginn á Toggabar fyrir leik.

Á föstudag og laugardag í næstu viku eru síðan þrír stórleikir á Ásvöllum.  Haukar leika í 2. um­ferð Evrópukeppninnar við Zomimak frá Makedón­íu.  Báðir leikirnir verða á Ásvöllum og er sá fyrri föstudaginn 16. okt.  kl. 20.00 og sá síðari á laugardeginum kl. 16.00.
Á undan þeim leik kl. 13.30 mætast stórlið Hauka og Stjörnunnar í meistaraflokki kvenna.

Það verður því handboltaveisla á Ásvöllum um aðra helgi, en fyrst er að klára leikinn við ÍR á föstudaginn kemur.

Haukar í horni og allir stuðningsmenn Hauka eru hvattir til að mæta á þessa baráttuleiki og hveta okkar lið til sigurs.