Góður sigur gegn Fram í Olís deild karla

Elías Már

Elías Már

Eftir slæmt tap síðastliðinn laugardag var meistarflokkur karla í handbolta aftur í eldlínunni í gær, mánudagskvöld,  staðráðnir í að gera betur eftir ekki svo góða frammistöðu í síðasta leik. Heimir Óli var kominn inn í liðið á ný eftir að hafa misst af síðustu 3 leikjum vegna meiðsla.

Það var ekki mikið skorað í upphafi leiks og náðu liðin aðeins að skora 4 mörk á fyrstu 7 mínútum leiksins. Haukamenn voru þó ávallt skrefi á undan og leiddu 5 – 3 þegar 10 mínútur voru búnar af leiknum. Framarar nýttu illa þegar þeir voru manni fleiri, en Haukamenn voru þrisvar sinnum mann færri í fyrri hálfleiknum, en Haukamenn vörðust því mjög vel í leiknum. Haukamenn skoruðu 3 mörk í röð um miðjan fyrri halfleik og breyttu stöðunni úr 6 – 5 í 9 – 5 og héldu þeir svo forystunni út hálfleikinn en staðan var 13-10 þegar liðin gegnu til hálfleiks.

Í síðari hálfleik skoruðu Haukarnir fyrstu tvö mörkin og byrjuðu hálfleikinn af miklum krafti. Þeir voru ávallt skrefi á undan, sem fyrr og þegar 8 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru Haukamenn komnir sex mörkum yfir 18 – 12. Eftir þetta héldu Haukamenn áfram án þess að heimamenn náðu að ógna þeim af eitthverju viti en minnst náðu þeir að minnka muninn í 2 mörk en Haukamenn lönduðu því öruggum sigri 27 – 24.

Elías Már átti stórgóðan leik hjá Haukum og var markahæðstur með 7 mörk en næstir komu Þröstur og Jón Þorbjörn með 5 mörk og í markinu átti Giedrius sem áður fyrr stórgóðanleik í markinu og varði 19 skot eða um 46% markvörslu.

Eftir leikinn eru Haukarnir komnir aftur í 5. sætið og geta ekki náð FH í 4. sæti deildarinnar en aðeins einn leikur er eftir í deildinni en þá mæta Haukar HK í Schenkerhöllinni á fimmudaginn kemur kl. 19:30. Áfram Haukar!