Akvile Baronenaite til Hauka

Akvile Baronenaite (til hægri)

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við Akvile Baronenaite um að spila með liðinu í Domino’s deild kvenna í vetur. Akvile er 182 cm. Lithái og er fædd 1993. Hún hefur lengst af spilað með Hoptrans Sirenos í heimalandinu og spilað með U-16, U-18 og U-20 ára landsliðum Litháen.

 

Þá hafa þær Bríet Lilja Sigurðardóttir og Eva Margrét Kristjánsdóttir einnig samið við félagið að spila með liðinu í vetur. Bríet Lilja kemur frá Skallagrími og Eva Margrét tekur slaginn aftur með Haukum eftir að hafa tekið sér hlé frá körfubolta um nokkurt skeið.

Við bjóðum þær stöllur velkomnar til félagsins.

 

Bríet Lilja Sigurðardóttir

Eva Margrét Kristjánsdóttir