Utanvegahlaup um Hvítasunnu um uppland Hafnarfjarðar

thumbnail_65dfd3_b762854248934cbf894cec2f0f83138fUtanvegahlaup hafa notið sívaxandi áhuga hlaupara enda er fátt meira gefandi en að hlaupa um í fögru umhverfi í íslenskri náttúru. Hjá Skokkhópi Hauka í Hafnarfirði hefur verið stór hópur af hlaupurum fært sig úr götuhlaupum í utanvegahlaup, enda er í næsta nágrenni Ásvalla íþróttasvæðis Hauka eitt fallegasta útivistarsvæði á Stór Reykjavíkursvæðinu.

Í Hvítasunnuhlaupinu eru hlauparar eru leiddir um skógræktarsvæðið í upplandi Hafnarfjarðar sem býður uppá ótrúlegan fjölbreytileika, Hlaupið er með vatnsbökkum Ástjarnar og Hvaleyrarvatns, upp og niður nokkrar brekkur, gegnum þéttan skóginn í Höfðaskógi, með hrauni, þétta breiðu af lúbínu, uppá Stórhöfðann þar sem er einstakt útsýni yfir Reykjanesið og Stór Reykjavíkursvæðið. Megin hluti af hlaupinu er hlaupinn á góðum stígum.

Fyrsta hlaupið fór fram vorið 2013 og má segja að hlaupið hafi þá slegið í gegn hjá hlaupurum, sem kom umhverfið á óvart og höfðu varla orð til að lýsa upplifun sinni af hlaupinu að hlaupi loknu, enda sögðust flestir í umsögnum sínum örugglega koma aftur að ári sem og þeir flestir gerðu. Fjöldi þátttakandi hefur aukist ár frá ári og er búist við að takmarka þurfti fjölda þátttakandi í ár.
Hlaupaleiðinni er flókin, en til að koma í veg fyrir að hlauparar villist á henni hefur verið lögð áhersla á gott skiptulag, mjög góðar merkingar auk þess sem 50 brautarverðir eru að störfum þegar hlaupið fer fram við að leiðbeina og hvetja hlaupara á leiðinni. Kílómetramerkingar eru á nokkrum stöðum á leiðinni.

Þrjár drykkjarstöðvar eru á leiðinni þar sem boðið er upp uppá vatn og Leppin orkudrykk. Þegar komið verður í mark mun MS bjóða öllum þátttakendum uppá Hleðslu próteindrykk auk þess að vanda boðið verður uppá súpu og brauð.

Boðið er uppá tvær hlaupalengdir 14 og 17.5 km. Í styttri vegalengdinni er sleppt að hlaupa uppá Stórhöfðann en með því minnkar erfiðleikastig hlaupsins mjög mikið er er á færi flestra hlaupara sem treysta sér til að hlaupa 10 km götuhlaup.

Glæsileg verðlaunaafhending verður haldin í íþóttasallnum á Ásvöllum að loknu hlaupi, þar sem sæti verður fyrir alla keppendur. Keppt verður í þremur aldursflokkum . Verðlaun verða veitt fyrir 3 fyrstu sætin í hverjum aldursflokki, auk þess sem sigurvegarar í kvenna- og karlaflokki í 17.5 km fá afhenda farandbikar sem hefur fengið nafnið Hvítasunnumeistarinn. Allir sem ljúka hlaupinu fá eigulegan og fallegan sérgerðan verðlaunapening fyrir Hvítasunnuhlaupið 2016.
Allir þátttakendur hafa möguleika á að vinnu útdráttarverðlaun en Sportís aðalstyrktaraðili hlaupsins gefur meira en 10 pör af Asics hlaupaskóm sem dregnir verða út eftir hlaupið einnig gefa nokkrir veitingastaðirnir í Hafnarfirði hádegis eða kvöldverð fyrir tvo.

Hörð keppni hefur verið um efstu sætin á hverju ári enda hafa mætt flestir af bestu utanvegahlaupurum landsins. Besta tímann á Kári Steinn hljóp 2014 á 1:04:07. Besta tímann í Kvennaflokki á Anna Berglind Pálmadóttir en hún hljóp 2015 á 1:21:02. Núverandi handhafar Hvítasunnubikarins eru Þorbergur Ingi Jónsson og Anna Berglind Pálmadóttir. Flestir af sterkustu utanvegahlaupurum landsins verða með í Hvítasunnuhlaupinu 2016

Eins og áður verða DJ sem voru með dúndrandi musík á þremur stöðum á leiðinni. Þeir örugglega lífga uppá stemminguna í hlaupinu.
Hvítasunnuhlaupið var valið annað besta utanvegahlaupið hjá hlaup.is 2015 en frá upphafi hefur hlaupið verið í efstu sætum í því vali.

Í ár er mikil fjöldi af erlendum hlaupurum mættir til leiks, þeir sem koma lengt að koma alla leið frá Hong Kong. Í samtölum við þá þá hlakkar þeim öllum að fá tækifæri til að hlaupa í íslenskri náttúru
Skokkhópur Hauka býður þeim hlaupurum sem taka þátt í hlaupinu að hlaupa með þeim á æfingu Laugadaginn fyrir hlaup þar sem hlaupið verður um uppland Hafnarfjarðar á félagslegum hraða.
Öllum þáttakandendum í Hvítasunnuhlaupinu 2016 er að loknu hlaupi boðið frítt í Sundlaugar í Hafnarfirði.

Megin hluti af hlaupinu fer fram í landi Skógræktar Hafnarfjarðar en í ár fagnar hún 70 ára afmæli. Í hlaupinu er gott útsýni þegar hlaupið er eftir Vatnshlíðinni og Stórhöfða yfir þann árangur sem skógræktinn hefur náð í uppgræðslu svæðins sl. 70 ár. Hvítasunnuhlaupið og Skógrækt Hafnarfjarðar hafa átt mjög gott samstarf með hlaupið og hefur Hvítasunnuhlaupið geta styrkt skógræktina með frekari uppbyggingu á göngustígum sl. tvö ár.