Tvíhöfði á sunnudaginn, á þrettándanum, í Dominos deild kk og kvenna

Árið byrjar með trompi hjá kkd. Hauka og er boðið uppá veislu á þrettándanum, sunnudaginn 6. janúar. Fyrri leikurinn er leikur Hauka – Skallagrímur í Dominos deild kvenna og hefst leikurinn kl. 17:45 en seinni leikurinn er leikur Hauka – Vals í Dominos deild kk og hefst sá leikur kl. 20:00.

Báðir leikir eru gríðarlega mikilvægir og þurfa bæði lið að ná í mikilvæga sigra og koma sterk inn í nýtt ár. Bæði lið munu frumsýna nýja leikmenn í þessum leikjum og hvetjum við allt Haukafólk til að mæta snemma og hvetja liðin áfram í baráttunni.

Stelpurnar geta jafnað Skallagrím að stigum með sigri en Haukar eru með 3 sigra í 7 sæti en Skallagrímur með 4 sigra í 6 sæti. Bæði lið eru í fallbaráttu og geta með sigri slitið sig aðeins frá neðsta liðinu, Breiðablik, en aðeins eitt lið fellur niður um deild. Leikurinn því gríðarlega mikilvægur í hörðum fallslag. Stelpurnar munu frumsýna nýjan leikmann en Janine Guijit en hún kemur frá Hollandi.

Strákarnir spila einnig gríðarlega mikilvægan leik á móti Val. Haukar sitja í 8-9 sæti með 4 sigra og geta með sigri lyft sér vel í baráttuna um gott sæti í úrslitakeppninni og komst í ágæta fjarðlægð frá botni deildarinnar, en baráttan gríðarlega í deildinni. Haukar munu frymsýna tvo nýja erlenda leikmenn í þessum leik, en Russell Woods kemur í stað Marquese. Russell er 2,03 m að hæð og svo kom einnig Ori Garmizo sem hefur spilað í Þýskalandi og er 1,95 m á hæð og getur leyst stöður 3-4.

Við hvetjum fólk til að mæta snemma og taka þátt í gleðinni.

Áfram Haukar