Stelpurnar heimsækja Breiðablik á miðvikudag í Dominos.

Haukar, efsta og eina ósigriða liðið í Dominos deild kvenna, heimsækir nýliðana úr Kópavogi, Breiðabli, miðvikudaginn 24. október og hefst leikurinn kl. 19:15.

Haukaliðið hefur spilað mjög vel í byrjun móts og hafa unnið alla leiki nokkuð örugglega og sitja í efsta sætinu. Stelpurnar spiluðu síðasta leik við Val og unnu þær örugglega á heimavelli þar sem liðið spilaði stórkostlegan sóknarleik og spilaði liðið gríðarlega vel saman og unnu 96-80. Liðið allt spilaði gríðarlega vel í sókninni og er ekki algengt að lið í kvennadeildinni skori um 100 stig á móti næst efsta liðinu. Helena og Cherice spiluð gríðarlega vel, Rósa Björk skoraði 25 stig og var með frábæra nýtingu svo einhverjar séu nefndar.

Breiðablik hefur verið að spila nokkuð vel og hafa unnið einn leik af síðustu fjórum en hafa tapað þessum leikjum í jöfnum og spennandi leikjum. Liðið sigraði síðasta heimaleik sinn á móti Íslandsmeisturum Keflavík og því ljóst að um erfiðan leik verður að ræða.

Haukastelpurnar hafa verið að spila skemmtilegan bolta og hefur verið gaman að fylgjast með þeim á vellinum. Við hvetjum því fólk að gera sér ferði í Kópavoginn og hvetja stelpurnar til sigurs á þessum erfiða útivelli.