Íslandsmeistara Hauka í Dominos deild kvenna spila sinn fyrsta leik miðvikudaginn 2. okt.

Íslandsmeistarar Hauka spila sinn fyrsta leik á nýju tímabili á morgun, miðvikudaginn 2. október i Schenkerhöllinni er nýliðar KR koma í heimsókn og hefst leikurinn kl. 19:15

Haukaliðið hefur aðeins breyst frá því í fyrra en besti leikmaður síðasta tímabils, Helena Sverrisdóttir er farin í atvinnumensku til Ungverjalands og Dýrfinna er enn að ná sér eftir heilahristing og býr núna í Barcelona með Kára Jóns.

Lele Hardy er snúin til baka eftir að hafa verið besti leikmaður deildarinnar í nokkur ár áður en hún fór til Finnlands og má búast við miklu frá henni en auk þess er kominn nýr leikmaður frá Litháen og Eva og Bríet eru komnar til liðs við Íslandsmeistarana og styrkja liðið töluvert.
Nýr þjálfari er í brúnni en Ólöf Helga Pálsdóttir er að stíga sín fyrstu sport sem þjálfari í efstu deild eftir að hafa getið sér gott orð með yngri flokka og mfl. kv í Grindavík.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta í Schenkerhöllina og hvetja stelpurnar áfram í þessum fyrsta leik tímabilsins.