Haukastúlkur í úrslit Lengjubikars eftir öruggan sigur – Strákarnir keppa í kvöld

Sylvía Rún Hálfdanardóttir

Sylvía Rún Hálfdanardóttir

Haukastúlkurnar sigruðu lið Grindavíkur örugglega í undanúrslitum Lengjubikarsins í gærkvöldi, 96 – 49.

Stelpurnar sýndu strax í fyrsta leikhluta og spiluðu mjög vel. Stelpurnar voru agaðar í sókninni og vörnin var mjög öflug. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 30-12. Í ðrum leikhluta hægði aðeins á stigaskori og voru aðeins skoruð 9 stig á fystu 7 min. annars leikhluta en Haukar enduðu hann vel og unnu þann fjórðung líak, 16-17 og var orðið ljóst að Grindvíkingar ættu ekki erindi sem erviði í þessum leik.

Stelpurnar unnu líka þriðja leikhluta, 25-21 og svo þann fjórða örugglea 25-9. Allt liðið spilaði gríðarlega vel, bæði í sókn sem vörn. Helena er gríðarlega góður leiðtogi og stýrði liðinu áfram í leiknum og ljóst er að hún gefur öllu liðnu mikið sjálfstraust. Þrátt fyrir að vera róleg í stigaskorun í gær þá sýndi hún í þessum leik hvað hún getur gert fyrir liðið. En besti leikmaður vallarins var hin unga Sylvía Rún. Hún skoraði 28 stig og var með frábæra nýtingu í leiknum, 7/7 í 2ja stiga skotum og 4/6 í þristum. Frábær leikur hjá henni sem og öllu liðinu.

Stelpurnar spila við Keflavík í úrslitum á morgun, laugardag kl. 14:00, og hvetjum við alla til að fá sér laugardagsbíltúr á Selfoss og hvetja stelpurnar til sigurs, en leikurinn verður í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

Í dag spila svo strákarnir líka í undanúrslitum á Selfossi, kl. 20:30 á móti Þór Þorlákshöfn. Þetta verður án efa hörku leikur en Þórsara hafa verið að spila einstaklega vel á undirbúningstímabilinu. Við hvetjum alla til að mæta á leikinn og stefnan er auðvita sú að Haukar verði með tvö lið í úrslitum á morgun.

Áfram Haukar.