Haukastelpur á EM í Litháen

Glaðar Haukastelpur eftir sigur. Frá vinstri: Thelma, Elín Klara og Rakel Oddný.

Þrátt fyrir að undibúningur fyrir næsta tímabil sé rétt ný hafinn er stelpurnar í U-17 ára landsliði Íslands í handbolta á fullri ferð í Litháen þar sem B-deild Evrópumóts U-17 ára liða fer fram. Þar eru 3 flottar Haukastelpur en það eru þær Elin Klara Þorkelsdóttir, Thelma Melsteð og Rakel Oddný Guðmundsdóttir.

Þrátt fyrir ungan aldur eru þær allar orðnar hluti af meistaraflokk kvenna og fegnu þær dýrmæta reynslu með liðnu á síðata tímabili auk þess sem að þær voru lykilmenn í 3. flokk kvenna liði Hauka sem fór í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn.

Þegar þetta er skrifað eru stelpurnar búnar að leika 3 leiki og sigra þá alla og eru jafnframt búnar að tryggja sig í undanúrslit keppninnar. Eftir fyrsta leik liðsins var Elín Klara meðal annars valinn besti leikmaður leiksins. Lokaleikur riðlakeppninnar er á morgun, fimmtudag, kl. 12:00 þegar að þær mæta liði Póllands í hörkuleik en bæði lið eru taplaus eftir 3 leiki. Alla leiki mótins má nálgast á https://ehftv.com/home.

Haukar óska stelpunum góðs gengis í komandi leikjum. Áfram stelpur og áfram Ísland!