Haukar taka á móti Aftureldingu í leik II á Ásvöllum á morgun

Janus Daði í leik I gegn Aftureldingu í Mosó 6. maí 2015

Janus Daði var sterkur í leiknum gegn Aftureldingu í gær og skoraði m.a. frábært sigurmark úr erfiðri stöðu.

Haukapiltar hafa verið öflugir í úrslitakeppninni og eru greinilega hungraðir í að fara alla leið. Þeir hafa nú þegar leikið 6 leiki án þess að tapa og næsta verkefni er leikur II gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni og hefst kl. 19:30 á morgun föstudag. Með sigrinum í gær þá hafa Haukar tekið til sín heimaleikjaréttinn sem þýðir að vinni Haukar þá heimaleiki sem eftir eru þá verða þeir Íslandsmeistarar.
Blaðamaður, sem var á leiknum í Mosó í gær, skrifaði: „Búið að kynna liðin til leiks. Þá er bara að hefja veisluna. Rothöggið búið að rota Haukamenn strax í upphafi. Verður ójafn leikur í stúkunni sýnist mér en sjáum hvað setur á vellinum“.
Haukar, nú sýnum við þessum gengi hverjir eru með bestu áhorfendurnar og fjölmennum og látum vel í okkur í heyra.

Áfram Haukar!