Haukar – Stjarnan föstudaginn 9. des. kl. 20:00

haukar1Stórleikur verður í Schenkerhöllinni er nágrannar okkar úr Garðabænum, Stjarnan, koma í heimsókn á föstudaginn og hefst leikurinn kl. 20:00

Haukaliðið hefur verið að spila betur og betur eftir því sem hefur liðið á tímabilið og hefur nýr erlendur leikmaður liðsins, Sherrod, smollið vel inní leik liðsins. Liðið hefur nú unnið síðustu þrjá leiki sína afar sannfærandi.

Stjarnan var spáð góðu gengi fyrir tímabilið, ekki síst þar sem þeir styrktu sem gríðarlega með því að fá Hlyn Bærings til liðs við sig. Þeir hafa þó verið að hiksta í vetur og hafa tapað tveim leikjum í Dominos deildinni og dottnir út úr bikarnum.

Bæði lið vilja sýna að þau eigi heima í efri hlutanum og leikurinn því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Haukar geta með sigri klifið enn hærra upp töfluna og sýnt og sannað að þeir eigi heima í efri hlutanum. Haukaliði er vel skipað og hefur sóknarleikur liðsins styrkst gríðarlega með komu Sherrod og hafa flestir leikmenn liðsins stígið upp með komu hans.

Það má því búast við stórskemmtilegum leik á föstudaginn og því hvetjum við allt Haukafólk til að mæta á leikinn og hvetja strákana áfram í baráttunni.

Áfram Haukar.