Haukar – Snæfell í Dominos deild kvenna miðvikudaginn 29. nóv. kl. 19:15

Haukarnir sitja í efsta sæti Dominos deildar kvenna, ásamt þrem öðrum liðum, með 6 sigra og 3 töp eftir fyrstu níu umferðirnar og er því gríðarlega mikilvægt að liðið nái að verja heimavöllinn.

Haukaliðið hefur verið svolítið upp og niður í vetur, spilað frábærlega en ekki náð að fylgja því nógu vel eftir og hafið dottið of mikið niður, sérstaklega á útivelli. Liðið verður að vera beittara á útivelli þar sem liðið er vel skipað. Liðið átti samt góðan leik í síðustu umferð er liðið kjöldró Njarðvík á útivelli og nú er bara að fylgja því eftir á móti Snæfelli.

Lið Snæfells er þunnskipað og hafa ekki náð að stilla upp fullu liði í neinum leik í vetur. Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið og er liðið borið uppi af tveim góðum leikmönnum, McCarthy og Bergindi. Ljóst að Haukaliðið þarf að spila góða vörn á þessr tvo leikmenn en þær eru nánast allt í öllu í liði Snæfells.

Ljóst er að stelpurnar þurfa að mæta vel stemmdar til leiks og ná í sigur til að halda sér á toppnum og komast á gott sigur „run“.

Stelpurnar þurfa stuðning og því hvetjum við Haukafólk til að mæta í Schenkerhöllina og hvetja stelpurnar til sigurs.