Haukar komnir áfram í „final four“ í Maltbikarnum

Haukarnir gerðu góða ferð til Keflavíkur í dag er þeir spiluðu við Keflavík í 8 liða úrslitum Maltbikars og sigriðu með 9 stigum, 74-83 og eru því komnir í undanúrslitin sem haldin verða í höllinni um miðjan jan á næsta ári.

Haukarnir byrjuðu frekar illa og voru lengi í gang og náðu Keflvíkingar 10 stiga mun undir lok fyrsta leikhluta, 20-10 en Haukarnir áttu góðan endasprett og minnkuðu munin í 3 stig á um 90 sek. og staðan 23-20 eftir fyrsta leikhluta.
Í öðrum leikhluta náðu Haukarnir að komast yfir og leiddu með 5 stigum í hálfleik 46-41.
Þriðji leikhluti var mikil barátta og sóknarleikur beggja liða ekki nógu góður. Haukarnir náðu 9 stiga forystu um hann miðjan en Keflavík endaði hann vel og leiddi með 1 stígi fyrir síðast leikhlutann.
Í fjórða leikhluta var varnarleikur Haukanna gríðarlega sterkur og var það til þess að Haukarnir náðu 13 stiga forystu er um 4 min. voru eftir af leiknum. Haukaliðið hélt út og tryggði sig áfram í bikarnum.

Gríðarlega mikilvægur sigur, fyrir liðið, stjórn og hina frábæru áhorfendur okkar Haukamanna sem hafa stutt liðið vel á tímabilinu.

Nú er stutt í næsta leik, en liðið á eftir einn leik áður en jólafríið kemur, útileik á móti góðu lið Vals á fimmtudaginn. Með sigri geta Haukar verið á toppnum í Dominos deildinni og komin í undanúrslit í bikarnum og því ættu stuðningsmenn að geta farið glaðir i jólafríið, en til þess þarf Haukaliðið að klára síðasta leik sinn fyrir jólafrí.