Hafnarfjarðarslagur í kvöld

Við hvetjum allt Haukafólk til að fjölmenna

Þeir verða ekki stærri leikirnir í byrjun tímabils en Haukar á móti FH. Það er einmitt leikurinn sem bíður áhorfenda í kvöld þegar að svarthvíta liðið úr Hafnarfirði mætir í Schenkerhöllina kl. 20:00.

Bæði lið hafa unnið báða sína leiki í byrjun tímabils en FH rúllaði yfir Fram í fyrstu umferð og vann svo nauman sigur á Aftureldingu í annarri umferð á meðan Haukastrákarnir unnu nauman sigur á ÍR og svo afgreiddu þeir Eyjamenn örugglega í síðasta leik. Það verður því hart barist í Schenkerhöllinni í kvöld en auk þess að vera að keppast um stigin tvö þá eru Hafnarfjarðarslagir alltaf sérstakir en þar er spilað um montréttin í Hafnarfirði og núna bætist við að toppsætið er í húfi.

Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna í rauðu til þess að styðja strákanna í baráttunni og mæta tímalega því að það vill enginn missa af mínútu af þeirri veislu sem Hafnarfjarðaslagir eru. En leikurinn er eins og fyrr segir kl. 20:00 í Schenkerhöllinni í kvöld. Áfram Haukar!