Glæsileg viðurkenningahátíð á Gamlársdag

Verðlaunahafar frá vinstri, Dadda Sigríður Árnadóttir (móðir Kára), Þóra Kristín og Ingvar Þór. Mynd: Haukar – Brynjólfur Jónsson

Mikill fjöldi var samankominn hér á Ásvöllum á Gamlársdag þegar Haukar veittu sínu besta íþróttafólki viðurkenningu fyrir góðan árangur á nýliðnu ári.

Rúmlega 160 ungmenni fengu viðurkenningu fyrir framlag sitt til landsliða Íslands og hinna ýmsu verkefna sérsambanda ÍSÍ.

Þá voru kynnt úrslit í kjöri Íþróttakonu Hauka, Íþróttamanns Hauka og Þjálfara ársins:

Íþróttakona Hauka 2018: Þóra Kristín Jónsdóttir – körfuknattleikur

Íþróttamaður Hauka 2018: Kári Jónsson – körfuknattleikur

Þjálfari ársins 2018: Ingvar Þór Guðjónsson – körfuknattleikur