Daníel Ingvar á reynslu hjá Glasgow Rangers

Daníel Ingvar Ingvarsson, f. 2004 er á eldra ári í 3. flokk Hauka var á dögunum á reynslu hjá Skoska stórliðinu Glasgow Rangers í viku tíma. Daníel er mjög fjölhæfur leikmaður þar sem hann hefur verið algjör lykilmaður í 3. flokki karla. Framganga hans hefur vakið mikla athygli innanlands sem og erlendis. Daníel stóð sig gríðarlega vel á æfingum hjá Rangers og fékk frábæra umsögn frá þjálfurum liðsins. Hann æfði bæði með U-16 og U-18 ára liði Rangers. Á þeim æfingum var Daníel Ingvar tekinn í hin ýmsu test með sjúkraþjálfurum og þjálfrum Ragners og skoraði hann hæðst í þeim prófum.

Einnig fékk hann einka skoðunarferð um hinn sögufræga Ibrox leikvang sem er heimavöllur Glasgow Rangers. En Rangers er einn sigursælasta lið Skotlands.

Það verður mjög áhugavert að fylgjast með framtíð þessa efnilega knattspyrnumanns á komandi misserum. Við hjá Haukum erum afar stolt af honum Daníel sem er frábær fyrirmynd fyrir unga knattspyrnumenn.

 

Áfram Haukar

Daníel Ingvar Ingvarsson