Frábært hjá Sverri Þorgeirssyni !!!

Sverrir Þorgeirsson sigraði á unglingameistaramóti Reykjavíkur sem fram fór um helgina. Sigurinn var mjög sætur þar sem flestir af efnilegustu skákmönnum okkar Íslendinga tóku þátt. Vegna búsetu og félags utan Reykjavíkur gat Sverrir ekki gert tilkall til titilsins, en hann sigraði engu að síður á mótinu. Haukamenn, sem og aðrir Hafnfirðingar, geta verið afar stoltir […]

Skákæfing 22. febrúar 2005

Jón Magnússon sigraði á skákæfingunni sem fram fór 22.feb. Því miður hef ég ekki fleiri upplýsingar um æfinguna og hvet handhafa mótstöflunnar til að drífa í því að birta úrslitin hér.

Deildarkeppnin í skák.

Deildarkeppnin í skák heldur áfram núna um næstu helgi. Þeir sem að hafa áhuga á að tefla með vinsamlegast hafið samband við Inga (616-9868) eða Aua (821-1963) Við eigum góða möguleika á að komast upp um deildir, B-liðið upp úr 4. deild og A-liðið upp úr 2. deild. En þá þarf samstilltar hendur og menn […]

2. Hvítur leikur og klárar!

Það er nú ekki planið hjá mér að hafa þetta allt endataflsþrautir, en mér datt í hug að reyna að hafa margar þeirra lærdómsríkar. Staðan drottning á móti hrók kemur alltaf upp af og til og maður hefur séð skákmenn klúðra þessu, með því að lenda annaðhvort í pattgildru, eða þá hreinlega að kunna ekki […]

1. Lausn.

Jæja, þá er komið að því að birta lausnina á þessu athyglisverða biskupaendatafli frá því í síðustu viku. Til að ná að knýja fram sigur þarf hvítur að koma svörtum í leikþröng, sem hann framkvæmir með eftirfarandi hætti. 1.Bh4-Kb6 2.Bf2+-Ka6 …..og nú kemur eini vinningsleikurinn! 3.Bc5! Tekur d6 reitinn mikilvæga af svarta biskupnum og neyðir […]

Barnaæfing í dag

Verðlaunaafhending verður í dag vegna mótsins í síðustu viku. Einnig verða nokkrar skákbækur dregnar út til þátttakenda. Ath. að vegna þess að samkomusalurinn er upptekinn verðum við upp á palli á 2. hæð með æfinguna á eftir. Á æfingunni verður einnig dreift auglýsingu um mót sem eru að koma ss. Unglingameistaramóti Reykjavíkur og Tívolísyrpu Hróksins […]

Barnaæfing 15. febrúar – mót.

Alls mættu 18 krakkar á skákæfinguna með aðstoðarþjálfaranum. Hans Adolf Linnet kom sá og sigraði en var reyndar stálheppinn gegn systur sinni og fékk fullt hús 4 vinninga af 4 mögulegum. Agnes Linnet kom næst með 3 vinninga og 8,5 stig. síðan Davíð Reginsson með 3 vinninga og 8 stig. en röðin varð annars eftirfarandi. […]

Barnaæfing 8. feb.

Skipt var í lið eftir skólum því Íslandsmót Barnaskólasveita var fyrir höndum helgina eftir. Því miður hafði það ekki tilætluð áhrif því enginn skóli í Hafnarfirði sendi lið á mótið þrátt fyrir amk. 3-4 skólar eigi fullboðleg lið og þrýst hafi verið á bæði einhverja skóla og óskað eftir að nemendur hefðu frumkvæði að þátttöku. […]

Hraðskákmót Hafnarfjarðar

Hraðskákmót Hafnarfjarðar fer fram þriðjudaginn 1. mars að Ásvöllum (samkomusal). Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Monradkerfi. Skráning verður á staðnum og hefst kl. 19:00. Taflið hefst svo kl. 19:30.

1. Hvítur leikur og vinnur!

Mér datt í hug að vera með vikulegar þrautir hérna á síðunni. Ætli ég reyni ekki að hafa nýja þraut á hverjum fimmtudegi og birta svo lausnirnar á miðvikudögum. Þeir sem sýna mér rétta lausn á þriðjudagsæfingunum, fá nafnið sitt birt hérna á síðunni ásamt lausninni daginn eftir! 🙂 Varðandi þraut dagsins hugsa margir eflaust […]