Íslandsmót Grunnskólasveita

Haukamenn eru að standa sig vel á Íslandsmótinu en 2 sveitir eru frá skólum í Hafnarfirði þe. frá Hvaleyrarskóla sem er nú í 4 sæti með 14 vinninga af 20 mögulegum, vinningi eftir Garðaskóla en þá sveit leiðir enginn annar en Haukamaðurinn Sverrir Þorgeirsson (4 af 5). Alls taka 30 sveitir þátt í mótinu. Hvaleyrarskóli […]

Æfing 12. apríl

Þrátt fyrir stórleiki í meistaradeildinni var fín mæting á æfinguna í gærkveldi. Þó svo að miðað við elostig hafi sigur undirritaðs kannski ekki komið á óvart, var hann í miklum vandræðum með keppinauta sína. Eftir að hafa gefið mér mann í forgjöf í byrjuninni, tók Snorri sig til og gjörsamlega rúllaði mér upp! Þá var […]

Æfing 5. apríl

Rögnvaldur kom sá og sigraði á skákæfingunni þann 5.apríl síðastliðinn. Hann gerði jafntefli við Sverri Þ., en vann aðra. Tveir nýjir mættu þetta kvöld og einn sem ekki hefur sést lengi. Það mátti glögglega sjá á þessari æfinguu að aðdáendur Liverpool eru margir í röðum Hauka, en þeir voru að spila við Juventus sama kvöld. […]

4. Hvítur leikur og nær jafntefli !

Nú eru góð ráð dýr fyrir hvítan. Svartur er í þann veginn að ná sér í drottningu og mætti búast við því að eftirleikurinn yrði auðveldur. Hvítur á þó enn tromp á hendi og nær á glæsilegan hátt að bjarga sér fyrir horn.

Skólaskákmót Hafnarfjarðar

Kristján Ari Sigurðsson og Svanberg Már Pálsson sem báðir eru í Hvaleyrarskóla sigruðu Skólaskákmót Hafnarfjarðar í eldri og yngri flokki. Þeir ásamt Agnesi Linnet eru búin að tryggja sér þátttökurétt á Kjördæmismóti í skólaskák sem haldið verður í Garðabæ þann 20. apríl næstkomandi. Kristján sigraði án keppni en 11 keppendur voru í yngri flokki. Þar […]

Hans Adolf vann páskaeggjamótið

Hans Adolf Linnet vann páskaeggjamót Hauka og fékk að launum stórt páskaegg frá Mónu. Agnes Linnet sem sigraði Stúlknaflokkinn fékk einnig stórt páskaegg. Stærsta páskaeggið sem var dregið út fékk hins vegar … Úrslit urðu annars eftirfarandi: Röð Nafn Vinn Stig. 1 Hans Adolf Linnet, 6 17.0 2-4 Agnes Linnet, 5 22.0 Kristján Ari Sigurðsson, […]

3. Lausn.

J.Behting 1900 1.Kf3! Undirbýr leikþröng fyrir svartan. Eftir 1.Ke4-c5 væri hvítur sjálfur í leikþröng. 1.-c6 Þrautseigast. Bæði 1.-c5 2.Ke4 og 1.-Ke8 2.Ke4-c5 3.Kd5 myndu strax leiða til aðalafbrigðisins. 2.Kf4 Hvítur býður bara átekta þar til svartur hefur annaðhvort leikið peði sínu til c5 eða kóngi á e8. 2.-c5 3.Ke4-Ke8 4.Kd5-Kd7 Eini leikurinn því að 4.-d3 […]

Æfing 29. mars

15 manns voru mættir á skákæfinguna í gærkveldi. Heimir og Þorvarður héldu uppteknum hætti og börðust um sigurinn, en þeir hafa verið að vinna æfingarnar á víxl undanfarið. Sverrir Þorgeirsson átti gott mót……….og þó………..hann er bara einfaldlega orðinn toppbaráttumaður á æfingunum! Skemmtilegt atvik átti sér stað á æfingunni. Í miðju móti fékk undirritaður allt í […]

Æfing 22. mars

Þorvarður og Heimir voru í sérflokki á þessari æfingu. Heimir vann úrslitaskákina á milli þeirra í æsilegu tímahraki. Aðrir hirtu vinninga hverjir af öðrum, en Jón, Sveinn og Ingi börðust um 3ða sætið. Úrslit: 1.Heimir Ásgeirsson 11 af 11 2.Þorvarður Fannar Ólafsson 10 3-4.Jón Magnússon 7,5 3-4.Ingi Tandri Traustason 7,5 5.Sveinn Arnarsson 7 6.Arnar Jónsson […]