1. Gullkorn.

Mér datt í hug að koma með smá nýjung hér inn á síðuna. það væri gaman ef við gætum deilt með okkur skemmtilegum skáksögum sem menn þekkja, eða hafa upplifað á sínum skákferli. Ég vil hvetja alla þá sem hafa frá einhverjum skemmtilegum skáksögum að segja að senda mér mail á th_fannar@hotmail.com Ég ætti nú […]

Æfing 20.september

Góð mæting var á æfinguna á þriðjudaginn, en alls voru þátttakendur 18. Svo fór að lokum að Þorvarður vann með 15 v. Af 17, eftir hörkubaráttu við Árna sem sýndi loks hvað í honum býr eftir arfaslakt mót í Garðabænum. Mikið var um óvænt úrslit, t.d. gerðist Kristján Ari formannabani og vann bæði Auðberg og […]

Stellan í Hauka

GM Stellan Brynell (2484)hefur gengið til liðs við Hauka. Hann er vinur Björn Ahlander. Velkominn Stellan.

Skákæfing 13.september 2005.

10 manns mættu á skákæfinguna í fyrrakvöld. Þetta var ágætis mæting í ljósi þess að fjórir af virkustu skákmönnum Hauka voru að tefla á sama tíma í skákþingi Garðabæjar sem nú stendur yfir. Þetta var gríðarlega jöfn og spennandi æfing, en tefld var tvöföld umferð. Daníel tók strax forystuna og leiddi mótið allt fram í […]

Jón Hákon sigraði á barnaæfingu

Á síðstu æfingu var tekið létt æfingamót þar sem Jón Hákon Richter sigraði með 6 vinningum af 7 mögulegum. Annars var röðin eftirfarandi: 1. Jón Hákon Richter 6 v. 2. Hans Adolf Linnet 5 v. (12 stig) 3. Agnes Linnet 5 v. (11 stig) 4. Arnór Ingi Björnsson 4 v. (var efstur eftir 4 umf. […]

5 sterkir til Hauka!

5 sterkir liðsmenn hafa gengið til liðs við Hauka núna síðustu daga. Þetta eru þeir Elvar Guðmundsson 2360, Alexander Shabalov, 2608, Aloyzas Kveynis, 2531, Vidmantas Malisauskas, og Johan Ahlander. Skákdeild Hauka býður þá velkomna í félagið.

Góður árangur í atskákinni !

Fjórir vaskir Haukamenn tóku þátt í Íslandsmótinu í atskák, sem fram fór um síðustu helgi. Þátttakendur voru 48 og voru tefldar 2 atskákir við sama andstæðing, útsláttarfyrirkomulag. Ef jafnt var eftir atskákirnar var gripið til bráðabana, þar sem umhugsunartíminn var styttur niður í 10 mín. Haukamenn stóðu sig með mikilli prýði á mótinu og þurfti […]

Skákæfing 6. september.

Það mættu 14 manns á æfinguna á þriðjudaginn. Og var sérstaklega gaman að sjá Daníel Pétursson mættan aftur. Vonandi mætir hann sem oftast. Varði vann þetta með 1/2 vinningi og var aðeins með eitt jafntefli að þessu sinni en það var á móti Sverri Erni. Þess má einnig geta að hann tapaði aðeins einn skák […]

Skákæfing 30. ágúst

Halldór Brynjar Halldórsson stóð uppi sem sigurvegari eftir harða baráttu á skákæfingunni í gærkveldi. Þátttakendur voru 12. Auk Halldórs var gaman að sjá menn eins og Árna Þorvaldsson og gamla meistarann Hauk Sveinsson mæta og vonandi að þeir láti sjá sig sem oftast. Eins og áður segir var keppnin hörð og varð lokastaðan þessi: 1.Halldór […]