Katrín Ósk vann Gull.

Um liðna helgi tóku 9 krakkar frá Haukum þátt í Stúlkna og drengjameistaramóti Reykjavíkur. Stóðu krakkarnir sig allir með prýði og fékk ég sérstakar kveðjur eftir mótið hversu glæsilegur hópur þetta hefði verið. Í Opnum flokki fékk Tristan Nash Openia Silfurverðlaun í flokki keppenda í 2011 árgangi. Finnur Dreki lenti í 5. sæti í yngri […]

Íslandsmót barna og ungmenna í skák (u16) fór fram um liðna helgi.

Á laugardeginum var einstaklingskeppni en á sunnudeginum liðakeppni. Samtals voru þetta um það bil 120 keppendur í heildina. Haukar áttu 17 keppendur í einstaklingskeppninni og 4 lið í liðakeppninni. Flestir ef ekki allir keppendur okkar voru að taka þátt í sínu fyrsta alvöru skákmóti og stóðu sig öll frábærlega miðað við það. Í liðakeppninni varð […]

Skráning í skák.

Mánudaginn 21/8 kl 10 verður opnað fyrir skráningu í skákina. Skráning fer fram á sportabler.com og aðeins þar. Opið verður fyrir skráninguna til þriðjudagsins 12/9 kl 23:59. Krakkar fædd 2007-2017 geta skráð sig en ef að einhverjir áhugasamir eru fyrir utan þann aldursramma þá er hægt að hafa samband við haukarskak@simnet.is og við skoðum það. […]

Vormót Skákdeildar Hauka 2023

Það mættu 19 krakkar à Vorskákmót Hauka í dag. Mikil stemmning og gaman. Allir krakkarnir fengu verðlaunapening fyrir þàttöku og svo voru veitt flokkaverðlaun. Í stúlknaflokki vann Helma Heiðarsdóttir og í öðru sæti varð Sigurós Hansen. Mjög efnilegar stúlkur og duglegar. Yngri flokkinn vann Jonatan Szaro, öðru sæti Ari Leó Ólafsson og í þriðja varð […]

Síðasta skákæfingin í bili er í dag 9/05 2023.

Kæru foreldrar og börn, (english below) Við í Skákdeild Hauka verðum því miður að hryggja ykkur með því að æfingin á morgun Þriðjudag 9/5 verður því miður síðasta æfingin í bili. Ástæðan er meðal annars smá kennaravesen og einnig húsnæðisvandamál. Í næstu viku byrjar nefnilega Skákþing Íslands sem að fram fer á Ásvöllum. En við […]

Stuðningur við andlega heilsu iðkenda í Haukum

Tímabilið 2019-2021 var ákveðið að fara af stað með prufuverkefni sem bar heitið „Stuðningur við andlega heilsu iðkenda í Haukum“. Verkefnið var í umsjón Báru Fanneyjar Hálfdanardóttur sálfræðings, Kristínar Fjólu Reynisdóttur læknis og Gerðar Guðjónsdóttur.  Verkefnið var  styrkt af Minningarsjóði Ólafs Rafnssonar.  Markmið verkefnisins var að fræða þjálfara, foreldra og iðkendur á unglingsaldri  um andlega […]

Ný námskeið hjá Hugaríþrótta- deildinni hefjast mánudaginn 22. mars

Skráningar á næstu námskeið Hugaríþróttadeildarinnar standa nú yfir. Námskeiðin hefjast mánudaginn 22. mars, það eru þrjú námskeið í boði og aðeins 10 pláss á hverju námskeiði. Áhersla er lögð á Fortnite, Rocket League, CS:GO og Call of Duty, auk þess sem iðkendur eiga við ýmis konar heilaþrautir, skákþrautir og líkamlegar æfingar inni á milli.    […]

Drottning Finnur 6

Nýlega var haldinn aðalfundur Skákdeildar Hauka. Margar athyglisverðar breytingar eru framundan í starfseminni sem kynntar verða síðar. Nýr formaður var kjörinn Kristján Ómar Björnsson og er hann boðinn velkominn til starfa.