Vormót Skákdeildar Hauka 2023

Það mættu 19 krakkar à Vorskákmót Hauka í dag.
Mikil stemmning og gaman.
Allir krakkarnir fengu verðlaunapening fyrir þàttöku og svo voru veitt flokkaverðlaun.
Í stúlknaflokki vann Helma Heiðarsdóttir og í öðru sæti varð Sigurós Hansen. Mjög efnilegar stúlkur og duglegar.
Yngri flokkinn vann Jonatan Szaro, öðru sæti Ari Leó Ólafsson og í þriðja varð Magnús Þór Magnússon.
Eldri flokkinn, og mótið í heild vann Adam Alchouch Alchaer, í öðru sæti Marinó Georg Konstantisson og þriðja sæti Sigurður Ýmir Þorbergsson.
Þessir þrír voru síðan þeir þrír efstu í mótinu í heild.
Allir keppendur stóðu sig vel og voru til fyrirmyndar og flestir á sínu fyrsta skákmóti.
Við hjá Skákdeild Hauka þökkum kærlega fyrir áhugann og þáttökuna og hlökkum til að sjá ykkur öll í haust. ❤️