Skákæfingar byrja 26/8.

Opnað hefur verið fyrir skráningu í skákina næsta vetur. Æfingar verða einsog áður á þriðjudögum og fimmtudögum. Yngri hópur byrjendur verða kl 17-18 Eldri hópur lengra komin verða kl 18-19 Nauðsynlegt er að þeir sem komi á æfingar kunni mannganginn. Nýr yfirkennari hefur tekið við af Jóhönnu sem er orðinn Forseti Skáksambands Íslands. Yfirkennari verður […]

Gleðilega jólahátíð

Knattspyrnufélagið Haukar sendir ykkur öllum bestu óskir um gleðilega jólahátið og farsæld á nýju ári. Þökkum ánægjulegar samverustundir og stuðning á árinu sem er að líða.

Tristan og Katrín Íslandsmeistarar!

Íslandsmót Ungmenna u8-u16, Heimkaupsmótið, fór fram í dag í Miðgarði, Garðabæ Alls tóku 8 krakkar frá Haukum þátt. Allir krakkarnir stóðu sig frábærlega og voru Haukum og Hafnarfirði til sóma. Haukar eignuðust tvo Íslandsmeistara. Katrín Ósk Tómasdóttir varð Íslandsmeistari stúlkna í u10 flokki og Tristan Nash Openia gerði sér lítið fyrir og vann u14 flokkinn. […]

Haukastúlka á Evrópueppni barna og unglinga í skák.

Katrín Tómasdóttir, 9 ára stúlka í Skákdeild Hauka, keppir núna, fyrir Íslands hönd á Evrópukeppni barna og unglinga sem fram fer í Prag í Tékklandi. Þegar þetta er skrifað þá er Katrín búin að standa sig frábærlega á þessu sterka móti og með 1,5 vinning að loknum 5 umferðum. Katrín byrjaði ekki að æfa skák […]

Vetrarstarfið að fara að hefjast

Nú er allt að fara á fullt í vetrarstarfi Knattspyrnufélagsins Hauka. Æfingar hefjast hjá handknattleiksdeild, knattspyrnudeild og körfuknattleiksdeild mánudaginn 26. ágúst. Æfingar hefjast hjá karatedeildinni og skákdeildinni 2. og 3. september. Hægt er að nálgast upplýsingar um æfingartöflu viðkomandi deilda með því að smella hér. Skráning æfingargjalda fer fram í gegnum Sportabler og er það […]

Skák veturinn 2024-2025

Opnað hefur verið fyrir skráningu í skák veturinn 2024-2025. Ef að systkynaafsláttur kemur ekki inn vinsamlegast bíðið neð skráningu og hafið samband í haukarska@simnet.is Skráning fer fram á Sportabler undir Haukar, Skákdeild. Athugið að árgjaldið hefur hækkað til að standa undir kostnaði. sjá skýringu og frekari upplýsingar á Sportabler skráningarsíðunni. https://www.abler.io/shop/haukarskak

Tristan vann Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur.

7 Haukakrakkar tóku þátt í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór um Hvítasunnuna. Bikarsyrpan er röð móta fyrir börn og unglinga sem haldið er 1 sinni á mánuði á vegum TR. Hauka krakkar hafa verið dugleg að taka þátt á þessum mótum síðan í ca nóvember og hafa staðið sig vel. Um síðustu helgi stóðu […]

Katrín valin í landsliðið.

Karín Ósk Tómasdóttir úr Skákdeild Hauka hefur verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópukeppni barna og unglinga sem fram fer í Prag í lok ágúst. Katrín er fædd 2014 og byrjaði að æfa skák hjá Haukum í febrúar á þessu ári. Á þesum stutta tíma hefur Katrín náð eftirtekar verðum árangri, td […]

Sumarskák

Skákdeild Hauka verður með skáknámskeið í sumar. Námskeiðið stendur yfir frá 4/6-16/7. Byrjendahópur og yngri hópur, (1-5 bekkur) verður kl 17-18 þriðjudaga og fimmtudaga, og eldri og þau sem sem lengra eru komin frá 18-19 þriðjudaga og fimmtudaga. Skráning fer fram á Sportabler undir Sumaríþróttaskóli. ( https://www.abler.io/…/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjkyNzU= ) Námskeiðið kostar 15.000 fyrir þau sem ekki […]