Katrín Tómasdóttir, 9 ára stúlka í Skákdeild Hauka, keppir núna, fyrir Íslands hönd á Evrópukeppni
barna og unglinga sem fram fer í Prag í Tékklandi.
Þegar þetta er skrifað þá er Katrín búin að standa sig frábærlega á þessu sterka móti og með 1,5 vinning að loknum 5 umferðum.
Katrín byrjaði ekki að æfa skák með Haukum fyrr en í febrúar á þessu ári og er árangur hennar eftirtektarverður.
Á Evrópumótinu er hún að tefla við stúlkur sem að hafa æft og teflt í töluvert lengri tíma en hún.