Þrír efnilegustu Haukarnir endurnýja samning

Endurnýjaðir hafa verið samningar við þrjá af efnilegustu leikmönnum Hauka í meistaraflokki þá Emil Barja, Hauk Óskarsson og Örn Sigurðarson til 2 ára. Við undirritun samninga kom fram hjá Samúel Guðmundssyni formanni Körfuknattleiksdeildar Hauka að samningarnir við Emil, Hauk og Örn væru mikið ánægjuefni fyrir Hauka því með því væru Haukar að tryggja sér þann […]

Sævar og Ragna Margrét mikilvægust á lokahófi körfunnar

Lokahóf körfuknattleiksdeildar var haldið á dögunum þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir tímabilið sem var að klárast og það gert upp í máli og myndum. Fjölmenni var á hófinu sem var eitt það stærsta sem körfuknattleiksdeildin hefur haldið. Sævar Ingi Haraldsson og Ragna Margrét Brynjarsdóttir voru valin mikilvægustu leikmennirnir og eru vel að viðurkenningunni komin […]

Stúlknaflokkur í undanúrslitum

Stúlknaflokkur spilar í undanúrslitum í Íslandsmótinu í dag laugardag kl: 17:00. Lið Hauka hefur verið í 2 til 3 sæti í öllum túrneringum í vetur. Haukar spila í dag við Njarðvík sem hefur barist hefur við Hauka um 2 sætið í allan vetur. Búast má við mjög spennandi leik og eru stuðningsmenn Hauka hvattir til […]

Körfuboltabúðir Hauka um páskana

Körfuknattleiksdeild Hauka verður með körfuboltabúðir dagana 18. – 20. apríl fyrir yngstu aldurshópana í páskafríinu hjá grunnskólunum. Þessar æfingabúðir miðast við aldurshópinn sem er í 1. – 7. bekk (6 – 12 ára). Æfingartíminn er frá 13:00 – 16:00 en búðunum mun verða aldursskipt. Í yngsta aldurshópnum mun verða farið í grunnatriði körfuboltans auk þess […]

Flautukarfa Kára

Kári Jónsson tryggði Haukum íslandsmeistaratitilinn í 9. flokki karla á sunnudaginn síðastliðinn er hann skoraði úr glæsilegu þriggja stiga skoti. Fjölnir TV sýndi alla leiki sem fóru fram um helgina og náðu skoti Kára í mynd og hafa nú gefið það út á netinu. Sigurkörfuna má sjá í meðfylgjandi myndbandi en þar fer Örvar Þór […]

9.flokkur Íslandsmeistarar

Fyrsti íslandsmeistara titil Hauka á 80 ára afmælisárinu kom í hús á sunnudaginn þegar 9.flokkur karla í körfu vann frábæran og mjög eftirmynnilegan sigur á Stjörnunni í miklum baráttu leik. Haukar voru undir megin hluta leiksins en börðust eins og ljón og gáfust aldrei upp og unnu að lokum magnaðan sigur með flautukörfu á síðustu […]

Undanúrslit yngriflokka um helgina

Um helgina fara fram undanúrslit yngri flokka í körfuknattleik og eiga Haukar þrjá fulltrúa þar. Spilað verður á föstudag og laugardag og úrslitin sjálf fara svo fram á sunnudaginn. Allir leikir fara fram í Laugardalshöllinni. Unglingaflokkur ríður á vaðið en þeir hafa titil að verja. Þessir kappar unnu fyrir skemmstu gull í Bikarkeppni KKÍ og […]

Haukar úr leik í IE deildinni

  Haukar voru slegnir út úr úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í gær þegar þeir mættu Íslands- og deildarmeisturum Snæfells í oddaleik um sæti í undanúrslitum. Leikurinn var jafn allan fyrri hálfleikinn og náðu Haukar flottu starti líkt og í öðrum leiknum. Snæfellingar leiddu með fjórum stigum í hálfleik 46-42. Í seinni hálfleik dró aðeins úr […]

HAUKARAR ÚTKALL ÚTKALL

Vegna fjölda óska hefur verið ákveðið að það fari rúta kL 16:00 frá Ásvöllum. Liðið fer kl: 14:30 ásamt 30 stuðningsmönnum. Nú eru um 20 sæti eftir til að fylla rútuna sem fer kl: 16:00 frá Ásvöllum.   UPPFÆRT 14:10 – NOKKUR SÆTI ERU ENN LAUS Baldur Óli tekur á móti pöntunum í rútuferð á […]