Lokahóf körfuknattleiksdeildar var haldið á dögunum þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir tímabilið sem var að klárast og það gert upp í máli og myndum. Fjölmenni var á hófinu sem var eitt það stærsta sem körfuknattleiksdeildin hefur haldið. Sævar Ingi Haraldsson og Ragna Margrét Brynjarsdóttir voru valin mikilvægustu leikmennirnir og eru vel að viðurkenningunni komin […]