Haukastelpur í úrslit

Það má með sanni segja að sópurinn hafi farið á loft í Keflavík í kvöld því Haukar unnu stór sigur á liði Keflavíkur og sópaði liðinu 3-0 út úr undanúrslitum. Haukar spiluðu án Írisar Sverrisdóttur sem og Guðrúnar Ámundadóttur og tóku því aðrir leikmenn stærra hlutverk og skiluðu sínu afar vel. Leikurinn fór jafnt af […]

Tímabilið búið hjá Írisi

  Það er orðið ljóst að Íris Sverrisdóttir mun ekki leika meira á þessari leiktíð með Haukum en hún hefur fengið niðurstöðu í meiðslin sem að hún hlaut gegn Keflavík á mánudaginn. Íris fór í segulómskoðun í morgun og kom í ljós að hún er með slitið krossband, slitið hliðar liðband og beinmar sökum þess […]

Bjarni Magg: Vil ekki útiloka hvoruga frá frekari þátttöku

Haukasíðan setti sig í samband við Bjarna Magnússon þjálfara Haukakvenna eftir leik liðsins í gær en Haukar leiða einvígið gegn Keflavík 2-0 eftir frábæran sigur á Keflavík. Bjarni var brattur og sagði að liðið væri komið í ákjósanlega stöðu en vildi ekki meina að sópurinn frægi væri kominn á loft. „Ég veit ekki alveg með þennan […]

Haukar leiða einvígið 2-0

Haukar unnu frábæran sigur á Keflavík í gær í öðrum leik liðanna í undanúrslitum IE-deildar kvenna og leiða því einvígið 2-0 en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Staða Hauka er því góð en sigur Hauka í gær var dýr fyrir liðið því bæði Íris Sverrisdóttir og Guðrún Ámundadóttir urðu fyrir […]

Emil Barja valinn dugnaðarforkur Iceland Expressdeildarinnar

Emil Barja var í dag valinn dugnaðarforkur seinni umferðar Iceland Expressdeildarinnar en valið var birt í dag. Emil er vel að þessari viðurkenningu kominn því þar fer leikmaður sem aldrei gefst upp og spilar jafna vörn á bestu sóknarmenn andstæðinganna. Emil hefur verið jafn besti leikmaður Hauka í vetur þó sérstaklega sinni hluta tímabilsins þegar […]

Haukar B í úrslit

Haukar B eru komnir í úrslit á Íslandsmeistaramóti B- liða í körfuknattleik eftir frábæran sigur á B- liði Keflavíkur í gær. Haukar B hafa verið á miklu flugi og eru menn staðráðnir í því að koma bikarnum heim en B- liðið varð síðast Íslandsmeistari árið 2005. Mótherjar Hauka verða KR – B en þeir lögðu […]

Haukar – Keflavík 1-0

Hauka stelpur byrjuðu í gær keppni í undanúrslitum Iceland Expressdeildarinnar með góðum útisigri á Keflavk 63-54. Varnir beggja liða voru í fyrirrúmi í leiknum og var Haukavörnin mjög sterk og rann skotklukkan nokkrum sinnum út án þess að Keflavík næði skoti á körfuna. Þá voru Keflvíkingar að taka erfiðari skot en Haukar í leiknum.  Keflavík […]

Íris Sverris og Jence Ann Rhoads fá viðurkenningu

Í dag voru veitt verðlaun fyrir seinni helming Iceland Expressdeildar kvenna og áttu Haukar þar tvær glæsilegar körfuboltakonur Írisi Sverrisdóttur og Jence Ann Rhoads.  Íris var valinn í 5 manna úrvalslið seinnihluta íslandsmótsins enda búinn að eiga mjög gott tímabil með 13,3 stig, 3,8 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leikjum í vetur. Þá […]

Haukar fallnir úr Iceland Expressdeildinni

Hetjulegri baráttu okkar drengja í körfuboltanum fyrir lífi sínu í Iceland Expressdeild karla í körfubolta lauk í gærkvöld þegar liðið beið lægri hlut fyrir KR í Vesturbænum.  Á vefsíðunni www.karfan er fjallað ítarlega um leikinn og er umfjöllunin hér að neðan fengin að láni frá þeirri frábæru síðu ásamt myndinni sem fylgir fréttinni.  Haukar leika […]

Haukar mæta KR í kvöld fjölmennum í DHL höllina

Haukar spila enn einn úrslitaleikinn í kvöld þar sem sæti í Iceland Express deildinni er undir. Haukum nægir ekkert annað en sigur í kvöld kl: 19:15 til að halda í vonina um áframhaldandi veru í efstu deild. Haukar sigruðu ÍR í hörkuleik á föstudagskvöldið í Seljaskóla þar sem strákarnir sýndu að þeir eiga fullt erindi […]