Gunnhildur, Helena og Ragna Margrét í A landsliðið

Sverrir Sverrisson þjálfari A landsliðs kvenna hefur valið haukastúlkurnar Gunnhildi Gunnarsdóttur, Helenu Sverrisdóttur og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur til að leika með liðinu sem tekur þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Osló, Noregi, dagana 23.-27. maí. Allur hópurinn:Gunnhildur Gunnarsdóttir · HaukarHelena Sverrisdóttir · Good Angels KosicePálína Gunnlaugsdóttir · KeflavíkPetrúnella Skúladóttir · NjarðvíkMargrét Kara Sturludóttir · […]

Unglingaflokkar karla og kvenna í undanúrslit

Báðir unglingaflokkar Hauka í karla- og kvennaflokki í körfunni eru komnir í undanúrslit og munu spila um helgina. Unglingaflokkur karla mun leika á morgun föstudag kl: 20:00 við KR í DHL höllinni.  Á laugardagskvöld mun unglingaflokkur kvenna spila við Keflavík kl 21:00 í DHL höllinni. Haukamenn er hvattir til að mæta og styðja okkar efnilega […]

Unglingaflokkar karla og kvenna í undanúrslit

Báðir unglingaflokkar Hauka í karla- og kvennaflokki í körfunni eru komnir í undanúrslit og munu spila um helgina. Unglingaflokkur karla mun leika á morgun föstudag kl: 20:00 við KR í DHL höllinni.  Á laugardagskvöld mun unglingaflokkur kvenna spila við Keflavík kl 21:00 í DHL höllinni. Haukamenn er hvattir til að mæta og styðja okkar efnilega […]

Tíundi flokkur Íslandsmeistari – lögðu Njarðvík í spennuleik

Haukar eru Íslandsmeistarar í 10. flokki drengja í körfubolta en strákarnir unnu Njarðvík í dag í alvöru úrslitaleik. Lokatölur leiksins voru 49-47 okkar drengjum í vil. Mikil og góð stemning var á leiknum en fólk fjölmennti á leikinn hvort sem það voru Hafnfirðingar eða Njarðvíkingar. Leikurinn var í járnum allan tímann þar sem varnir liðanna […]

Sætið í úrslitum tryggt

Strákarnir í 10. flokki unnu Stjörnuna í dag 69-58 í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Haukastrákar höfðu frumkvæðið allan leikinn en það var frábært upphaf í seinni hálfleik sem lagði grunninn að góðum sigri en þá áttu þeir frábært sprett þar sem þeir skoruðu 12 stig gegn engu og juku muninn í 13 stig. Stjarnan náði […]

Frábær leikur dugði ekki til hjá stelpunum

Stelpurnar hans Ingvars Guðjónssonar í 9. flokki í körfubolta voru hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins í dag. Lokatölur leiksins voru 48-43 fyrir Grindavík. Stigahæst hjá okkar stelpum var Sylvía Rún Hálfdanardóttir með 17 stig. Ingvar notaði marga leikmenn í leiknum og ljóst að þarna eru margir framtíðarleikmenn á ferð. Grindavík […]

9. fl. st. og 10. fl. dr. í úrslitum

Á morgun laugardag keppa 9. flokkur stúlkna og 10. flokkur drengja í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Leikið er í Njarðvík og hefst leikur stelpnanna kl. 10.00 og kl. 15.15 hjá strákunum. Leikirnir verða í beinni tölfræðilýsing á kki.is Heimasíðan óskar þeim góðs gengis og vona að sem flestir mæti og hvetja krakkana. Áfram Haukar!

SAFÍR styður Hauka

Í hálfleik leiks Hauka og Njarðvíkur í úrslitum Iceland Expressdeildarinnar var handsalaður af Sigurði Frey Árnasyni framkvæmdastjóra SAFÍR og Samúel Guðmundssyni formanni Körfuknattleiksdeildar Hauka nýr styrktarsamningur við SAFÍR skipa-, fasteigna- og fyrirtækjasölu. Safír hefur undanfarin tvö ár verið eitt af styrktarfyrirtækjum Hauka en hefur nú ákveðið að auka stuðning sinn við Körfuknattleiksdeild Hauka samhliða vexti […]

Kári og Birgir Björn í U15

Einar Árni Jóhannsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá Birgi Björn Magnússon og Kára Jónsson, leikmenn 9. flokks drengja, í U15 ára landsliðs drengja í körfubolta til að taka þátt í alþjóðlegu móti í júní. Haukar óska Birgi Birni og Kára til hamingju. Hópurinn:Adam Smári Ólafsson · KRAðalsteinn Már Pétursson · UMFGÁrni Elmar Hrafnsson · FjölnirBergþór Ægir […]

Þóra Kristín í U15

Jón Halldór Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Þóru Kristínu Jónsdóttur, leikmann 9. flokks stúlkna, í U15 landsliðs stúlkna í körfubolta sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í byrjun júní. Haukar óska Þóru Kristínu til hamingju. Hópurinn:Dagný Lísa Davíðsdóttir · HamarElfa Falsdóttir · KeflavíkEva Kristjánsdóttir · KFÍHarpa Hrund Einarsdóttir · NjarðvíkIngibjörg Sigurðadóttir · GrindavíkIrena Sól Jónsdóttir · Keflavík Karen […]