Lovísa verður með í kvöld

Lovísa Björt Henningsdóttir er komin aftur á ról eftir að vera búin að jafna sig á smávægilegum meiðslum sem eru búin að halda henni frá æfingum í rúma viku. Það verður því ánægjulegt að sjá hana aftur í búning í kvöld. Hún stóð sig vel í að styðja stelpurnar í borgaralegum klæðum á bekknum á […]

Flottur sigur Hauka á Skallagrími

Haukar unnu góðan sigur á liði Skallgríms í gær í Lengjubikar karla og hafa nú sigrað síðustu tvo leiki sem liðið hefur spilað. Haukar máttu hafa mikið fyrir sigrinum eftir frábæra byrjun en leikurinn endaði með minnsta mun 83-82. Emil Barja og Guðmundur Kári Sævarsson léku ekki með liðinu þrátt fyrir að vera í búning […]

Yfirburðir Hauka B halda áfram

Haukar B fengu KFÍ B í heimsókn á laugardaginn í annari umferð B liða keppni karla. Haukar B sigruðu auðveldlega 85-61.   KFÍ B átti aldrei möguleika og voru Haukar B komnir í 8-1 eftir einungis 60 sek.. Haukar B voru full gjafmildir á villurnar í byrjun leiks og komu fyrstu 7 stig KFÍ B […]

Fyrsti heimaleikur Hauka B

Haukar B taka á móti KFÍ B á morgun, laugardaginn 27. október kl. 10:45, í fyrsta heimaleik sínum þetta tímabilið. Haukar B byrjuðu tímabilið vel með yfirburða 98-54 sigri á ÍA B í fyrsta leik. Stefna þeir að fylgja þeim leik eftir á morgun.

Þórsarar koma í heimsókn, foreldrar fá frítt á völlinn

Haukar mæta Þór Akureyri í 1. deild karla í fyrsta heimaleik liðsins þennan veturinn. Haukaliðið hefur ekki farið neitt frábærlega af stað og aðeins sigrað einn af fyrstu fjórum leikjum sem það hefur spilað og því ljóst að drengina þyrstir í sigur. Haukar unnu FSu í fyrsta leik deildarinnar en tap var staðreyndin gegn Hamri […]

Haukar töpuðu fyrir Fjölni í kvöld

Haukar fengu sigurlausar Fjölnisstúlkur í heimsókn í kvöld. Sigurviljinn var meiri hjá Fjölni í kvöld þegar þær sigruðu 79-73. Við bíðum því enn eftir fyrsta heimasigrinum á þessu tímabili en vonum þó að hann komi í næsta leik.   Siarre Evans var með enn einn stórleikinn, 22 stig og 25 fráköst sem dugði þó ekki […]

Jóhanna með í kvöld

Jóhanna Björk Sveinsdóttir verður með í kvöld, en hún nefbrotnaði á æfingu föstudaginn 12. okt. eins og áður hefur komið fram.Hún hefur verið með andlitsgrímu á undanförnum æfingum og mun mæta með hana í leikinn í kvöld.   Sjá frétt um Jóhönnu á karfan.is

Góður árangur yngri flokka í Körfunni

Nú er búin önnur helgin í fjölliðamótum í körfuknattleik og eins og um síðustu helgi þá var þetta nokkuð góð helgi hjá yngri flokkunum okkar. Um helgina spiluðu 7. og 10 flokkur drengja og 9.flokkur stúlkna. 10 flokkur drengja (97 model): Þeir voru að spila í A riðli hjá KRingum og héldu sér uppi á meðal […]